miðvikudagur, desember 15, 2004

Frá ritstjórn

Ritstjórn veitti því athygli á nýlegu veraldarvefsvafri sínu að greinar eftir Té eru í miklum meirihluta birtra greina á þessu vefriti og vegna fyrirspurna lesenda ætla ég, fyrir hönd ritstjórnar að útskýra þetta nánar.

Í útgáfustarfsemi af þessu kaliberi er sjálfsagt að ritstjórn hafi úrslitavald um birtingu greina, sem hugsanlega geta sært blygðunarkennd almennings og eða varpað rýrð á yfirlýsta stefnu ritstjórnar í almennri útgáfustarfsemi. Sú hefur orðið raunin að ritstjórn ,,Löngu Línu’’ hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af einum blaðamanna sinna vegna slælegra vinnubragða og sinnuleysis hans í garð markmiða fjölmiðilsins og nú er svo komið að ekki verður lengur við unað.

Ritstjórnin var kölluð til skyndifundar í morgun þar sem eftirfarandi ályktun var samþykkt einhljóða af viðstöddum:

Ritstjórn ,,The longliners’’ hefur, að undangenginni atkvæðagreiðslu svipt The kid sæti sínu í ritstjórn tímaritssins vegna undirlægjuháttar hans og þess að markmið ritstjórnar samræmdust ekki sjónarmiðum The kid. Þrátt fyrir þessa ákvörðun mun The kid enn um sinn halda blaðamannapassa sínum, a.m.k. meðan siðanefnd blaðamannafélagsins hefur málið til umfjöllunar.

Á fundinum var einnig fjallað um hvernig fylla skyldi skarð fráfarandi nefndarmanns og var ákveðið, eftir snarpar umræður að Té tæki við þeim verkefnum sem áður voru á The kid’s herðum. Og er ritstjórn þá þannig skipuð: Ritstjóri er Té og önnur embætti skipar Té.

Fyrir hönd ritstjórnar, Té


2 Comments:

Blogger philprehiem8725937630 said...

Are you stuck in a job that is leading you on the path to no where?
We can help you obtain a College Degree with classes, books, and exams
Get a Genuine College Degree in 2 Weeks!
Well now you can get them!

Call this number now 24 hours a day 7 days a week (413) 208-3069

Get these Degrees NOW!!!

BA, BSc, MA, MSc, MBA, PHD,

Within 2 weeks!
No Study Required!
100% Verifiable

Call this number now 24 hours a day 7 days a week (413) 208-3069

These are real, genuine, They are verifiable and student records and
transcripts are also available. This little known secret has been
kept quiet for years. The opportunity exists due to a legal loophole
allowing some established colleges to award degrees at their discretion.


With all of the attention that this news has been generating, I wouldn't
be surprised to see this loophole closed very soon

Get yours now, you will thank me later
Call this number now (413) 208-3069
We accept calls 24 hours a day 7 days a week.

28. apríl 2006 kl. 01:13  
Blogger svelgur said...

Jæja. Nú er ég að fara gefast upp á að bíða eftir nýrri færslu. Kemur í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi hallarbyltingar Té, þar sem þar er á ferð óvenju latur og ódugandi penni.

En stundum þurfa menn bara smá spark í rassinn. Það má gjarnan líta á þessa athugasemd sem slíkt spark.

Eftir næstum sjö mögur ár, býst ég nú við sjö feitum.

21. september 2011 kl. 15:42  

Skrifa ummæli

<< Home