miðvikudagur, desember 15, 2004

Frá ritstjórn

Ritstjórn veitti því athygli á nýlegu veraldarvefsvafri sínu að greinar eftir Té eru í miklum meirihluta birtra greina á þessu vefriti og vegna fyrirspurna lesenda ætla ég, fyrir hönd ritstjórnar að útskýra þetta nánar.

Í útgáfustarfsemi af þessu kaliberi er sjálfsagt að ritstjórn hafi úrslitavald um birtingu greina, sem hugsanlega geta sært blygðunarkennd almennings og eða varpað rýrð á yfirlýsta stefnu ritstjórnar í almennri útgáfustarfsemi. Sú hefur orðið raunin að ritstjórn ,,Löngu Línu’’ hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af einum blaðamanna sinna vegna slælegra vinnubragða og sinnuleysis hans í garð markmiða fjölmiðilsins og nú er svo komið að ekki verður lengur við unað.

Ritstjórnin var kölluð til skyndifundar í morgun þar sem eftirfarandi ályktun var samþykkt einhljóða af viðstöddum:

Ritstjórn ,,The longliners’’ hefur, að undangenginni atkvæðagreiðslu svipt The kid sæti sínu í ritstjórn tímaritssins vegna undirlægjuháttar hans og þess að markmið ritstjórnar samræmdust ekki sjónarmiðum The kid. Þrátt fyrir þessa ákvörðun mun The kid enn um sinn halda blaðamannapassa sínum, a.m.k. meðan siðanefnd blaðamannafélagsins hefur málið til umfjöllunar.

Á fundinum var einnig fjallað um hvernig fylla skyldi skarð fráfarandi nefndarmanns og var ákveðið, eftir snarpar umræður að Té tæki við þeim verkefnum sem áður voru á The kid’s herðum. Og er ritstjórn þá þannig skipuð: Ritstjóri er Té og önnur embætti skipar Té.

Fyrir hönd ritstjórnar, Té