fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Stærsta pulsan


Mikil er útsjónarsemi ráðsmanna okkar ástkæra lýðveldis. Nú á dögunum varð mér þetta allt saman ljóst, mér birtist vitrun um hvað allt brauðstritið snýst. Öll okkar ráð leggjum við í hendur lýðræðislegra kjörinna ráðamanna, þeir vinna vinnuna okkar.

Lífið snýst um stærstu pulsu í heimi, 12 metra langa. Lífið snýst um sendiráð Íslands í Mósambík. Lífið snýst um síðasta haftið sem sprengt er í jarðgöngum og opnun nýjasta sjónvarpssendisins á Bolungarvík. Lífið snýst um allt þetta litla, þetta smáa sem gefur grámyglulegum hversdeginum lit. Rauður. Blár. Grænn.

Án okkar ástkæru valdstjórnar hvar værum við þá? Hver mundi veiða fiskinn og hver mundi slátra besta lambi í heimi án kvótakerfa, viðhlýtandi laga og reglugerða? Mundi ekki allir flosna upp, ,,fara í ruglið'', ef ekki væri fyrir 100% álögur á bjór og bensín. Hver mundi lækna sjúka ef ekki væri fyrir komugjöld og hver mundi mennta stúdenta ef ekki væri fyrir hófleg stimpilgjöld háskólanna. Hvar værum við nú ef að ráðamenn ækju ekki um á nýjustu gerðum yfirbótajeppa.

Nánari útskýringar á raunveruleikanum má nálgast í þennan hnellna söngtexta geirfuglanna:

Byrjaðu í dag að elska

Morgundagurinn kemur á morgun,
og ef ekki þá kannski bara seinna.
Ég vaknaði í morgun og vissi um leið
að ég þyrfti að gera eitthvað, það var að elska

Byrjaðu í dag að elska,
byrjaðu í dag að elska

Og heimurinn snerist annan hring,
það var ekki sá fyrsti.
Ég hafði fyrir löngu komið því kring
að þessi dagur yrði helgaður ást

Byrjaðu í dag að elska,
byrjaðu í dag að elska...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home