sunnudagur, október 10, 2004

Heil og sæl.

Í nýlegri viðhorfskönnun Price-Waterhouse-Coopers um almennatengsl lítilla og meðalstórra vinnustaða á hinum almenna vinnumarkaði kom í ljós mikil þörf á bættum upplýsingatengslum milli hins almenna borgara og þeirra sérhæfðra verkamanna, til sjós og lands, sem sinna frumöflun í þágu samfélagsins.

Til að mæta þessari auknu eftirspurn um upplýsingu hafa áhafnarmeðlimir á M/S Gullhólma SH-201 tekið tæknina í sína þjónustu og munu í komandi landlegum senda frá sér yfirgripsmiklar lýsingar á lífi og starfi um borð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home