föstudagur, október 22, 2004

Í Deiglunni

Eftir fyrstu veiðiferð M/S Gullhólma með línu þessa vertíðina þykir ljóst að betur má ef duga skal. Aflabrögð vóru með eindæmum léleg og af þeim sökum stefnir hugur vor út. Eftir miklar og málefnalegar umræður um borð um ágæti hinna ýmsu fiskimiða - á þessum síðustu og verstu - kom upp í umræðuna fiskverð og þótti fullreynt að verð á innlendum mörkuðum væri (um þessar mundir) skammarlega lágt. Af þessu tilefni samþykkti áhöfnin á Gullhólma ályktun og fólu fjölmiðlafulltrúa sínum til birtingar.

Ályktunin er eftirfarandi: ,,Þetta er ekki nógu gott.´´

Eftir að ályktun fundarins var borin undir aðila vinnumarkaðarins í landi var síðan boðað til fundar um borð og skipstjórinn (Valentínus Guðnason) birti áhöfninni eftirfarandi:
,,Þið skuluð taka með ykkur vegabréf og ballföt í næsta róður (í kvöld) því ég ábyrgist ekki hvar landað verður uppúr skipinu næst. Útgerðin mun skaffa viðeigandi gjaldeyri.´´

Ég ,sem fyrrum vakthafandi matsveinn, hef komið mér í talsverðan bobba (hver er þessi bobbi annars) því bráðabirgðavegabréf mitt, með öllum mínum einkennisnúmerum, tölum og myndum, rann út um mitt sumar síðastliðið. En það tekur því ekki að örvænta (skipverjar á M/S Gullhólma kveinka sér ekki við kverkaskít) því ég fann gamla nafnskírteinið mitt í myrkri kompu, og mun framvísa tollayfirvöldum erlends ríkis ef til þess kemur og með þarf.

Hvað sem síðan skeður verður vefur þessi starfræktur áfram a.m.k. svona fyrst um sinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home