mánudagur, október 11, 2004

Dear Cockbook


Endalokin nálgast, ég sé líf mitt hlaupa fyrir hugskotssjónum mínum. Öll þessi óleystu vandamál, allur þessi ágreiningur - ó þvílík eymd. Frá og með öðru kvöldi verð ég ekki lengur vakthafandi matsveinn á þessu skipi ég verð frá að hverfa, víkja fyrir manni, sem að öllum ólöstuðum verðskuldar fyllilega stöðu matsveins hér um borð.

Sá sem við starfanum tekur er enginn annar en hæstvirtur forseti bæjarstjórnar Austurbæjar TM, starfandi bæjarstjóri, fjarbóndi og drengur góður - Þorsteinn Kúld Björnsson. En þrátt fyrir allt er vakthafandi kokkur með nægjanlega breitt bak sem mun bera mig yfir þá breiðu gjá breytinga sem yfir vofir. En að öðru. Loksins.....


Hvað er málið með alheiminn?
Einsog svo mörg ný náttúrulögmál þá er lögmálið um endanleika alheimsins upphugsað (af Bæja), útskýrt (af T) og sannreynt (af ðe Kid) um borð í M/S Gullhólma.

Lögmál:
1. Alheimurinn er prik - endanleikinn hans fæst á þann hátt að ef þú leggur af stað frá áður óþekktum punkti (á prikinu) og gengur áfram í áður ótilgreindan tíma-gefið er að aldur og fyrri störf eru ekki breytur í jöfnunni- þá hlýtur þú að koma aftur á sama stað og þar með að endimörkum alheimsins. - Bæji

2. Alheimurinn er ekki prik fyrir fimmaura - T.

3. Ðe Kid tók engan þátt í umræðunum enda var hann ennþá upptekinn af hugleiðingum sínum um einræðisríki í Grímsey, en lét það þó fylgja að hann skyldi leggja fram skýringarmyndir lögmálinu til frekari staðfestingar.

The cocks logbook 11.10.2004 03:03:59


1 Comments:

Blogger Sara Elísabet Svansdóttir said...

Að mínu mati þá ættuð þið að breyta commentakerfinu hjá ykkur. Haloscan er mun sniðugra en þetta hér. Með Venlig Hilsen, Sara.

14. október 2004 kl. 23:02  

Skrifa ummæli

<< Home